The Exterminating Angel
Lengd: 2h 45 min
The Exterminating Angel verður frumsýnd hjá Met í ár og tónskáldið sjálft, Thomas Adès, stýrir hljómsveitinni. Óperan var samin árið 2016 í samstarfi við Met og er flutt á ensku, en hún byggir á handriti Luis Buñuel og Luis Alcoriza frá 1962. Tom Cairns samdi textana og leikstýrir og hver stjarnan á fætur annarri kemur fram í verkinu: Audrey Luna leikur Leticiu Maynar, Amanda Echalaz er Lucia de Nobil, Sally Matthews leikur Silviu de Ávila og Sophie Bevan leikur Beatriz, en þær eru báðar að koma fram fyrir Met í fyrsta sinn. Alice Coote er Leonora Palma, Christine Rice er Blanca Delgado, Iestyn Davies er Francisco de Ávila, Joseph Kaiser er Edmundo de Nobil, Frédéric Antoun kemur fram í fyrsta sinn fyrir Met í hlutverki Raúls Yebenes, David Portillo er Edmundo, David Adam Moore kemur fram í fyrsta sinn fyrir Met í hlutverki Álvaros Gómez ofursta, Rod Gilfry er Alberto Roc, Kevin Burdette er Señor Russell, Christian Van Horn er Julio og John Tomlinson er Dr Carlos Conde. Óperan er flutt í samstarfi við Konunglega óperuhúsið í Covent Garden, Konunglegu dönsku óperuna og Salzburg-hátíðina, þar sem verkið var frumflutt 2016.