Gleymdist lykilorðið ?

Sleepless in Seattle

Frumsýnd: 7.3.2024
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Drama, Rómantík, Skvísubíó
Lengd: 1h 45 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Eftir að Sam Baldwin missir eiginkonu sína þá flytur hann ásamt syni sínum Jonah frá Chicago til Seattle, til að jafna sig á sorginni eftir dauða konunnar, Maggie. Átján mánuðum síðar þá er Sam enn að syrgja konuna og á erfitt með svefn. Þó að Jonah sakni einnig mömmu sinnar, þá vill hann finna nýja konu handa pabba sínum, en Sam er ekki enn til í að fara að hitta aðrar konur. Á aðfangadagskvöld, eftir að Jonah hringir í símatíma í útvarpi, þá segir Sam sögu sína í spjallþættinum sem sendur er út um öll Bandaríkin, hvað samband hans og Maggie hafi verið gott og hvað hann sakni hennar mikið. Á meðal margra kvenna sem heyra í Sam í útvarpinu er Annie Reed, blaðamaður sem býr í Baltimore. Hún hrífst af sögu Sam þó að hún sé sjálf trúlofuð kærasta sínum. En samband hennar við kærastann Walter er langt frá draumi hennar um hið ástríka líf sem henni hefur alltaf dreymt um.