Gleymdist lykilorðið ?

Jingle All the Way

Frumsýnd: 13.12.2023
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Ævintýri, Fjölskyldumynd, Jóladagatal Sambíóanna
Lengd: 1h 29 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Howard Langston, sölumaður í dýnufyrirtæki, er alltaf upptekinn og hefur aldrei tíma fyrir son sinn, sem verður sífellt fyrir vonbrigðum með pabba sinn. Eftir að Howard missir af karatekeppni hjá syni sínum, þá vill hann endilega reyna að bæta syni sínum það upp. Á þessum tímapunkti segir sonurinn Howard að honum langi í ofurhetjudúkku úr uppáhaldssjónvarpsþættinum sínum, Turbo Man. Til allrar óhamingju þá er Howard alltof seinn að redda gjöfinni, enda komið aðfangadagskvöld, og Turbo Man er uppseldur nær allsstaðar. Nú þarf Howard að ferðast út um alla borg og keppa við aðra pabba eins og hann, um Turbo Man dúkku, skyldi hún nú finnast einhversstaðar.