Gleymdist lykilorðið ?

Home Alone

Frumsýnd: 17.12.2023
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Fjölskyldumynd, Jóladagatal Sambíóanna
Lengd: 1h 43 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
|

Það eru komin jól og McAllister fjölskyldan er að undirbúa að fara í frí til Parísar í Frakklandi. Yngsti fjölskyldumeðlimurinn Kevin lenti í rifrildi við eldri bróður sinn Buzz og var sendur upp í herbergið sitt sem er á þriðju hæð í húsinu. Morguninn eftir, þegar fjölskyldan er á síðustu stundu að taka sig til fyrir ferðalagið til að ná út á flugvöll nógu tímanlega, þá gjörsamlega gleyma þau Kevin litla, sem núna er orðinn húsbóndinn á heimilinu. Hann nýtur þess að vera einn heima, en kemst á snoðir um illa fyrirætlun tveggja innbrotsþjófa sem hyggjast brjótast inn í húsið á aðfangadagskvöld. Kevin er fljótur að hugsa og býr til allskyns gildrur fyrir þjófana til að klekkja á þeim.