Gleymdist lykilorðið ?

The Thin Red Line (1998)

Frumsýnd: 4.4.2024
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Stríðsmynd, Saga, Gullmolar
Lengd: 2h 51 min
Aldurstakmark: Ómetið
|

Myndin gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Baráttan um eyjuna Guadalcanal mun hafa mikil áhrif á sókn Japana inn á Kyrrahafið. Hópur ungra bandarískra hermanna er sendur sem liðsauki á svæðið, til að hjálpa hermönnum sem orðnir eru úrvinda af þreytu eftir að hafa varið hernaðarlega mikilvægan flugvöll sem tryggir yfirráð yfir svæði sem er 1.000 mílur að radíus. Ungu hermennirnir koma þarna inn í hreint helvíti, og hryllingur stríðsins þjappar hópnum saman, og tilfinningar þeirra þróast í sterk ástar- og jafnvel fjölskyldubönd. Tilgangur stríðsins verður sífellt fjarlægari samhliða því sem heimur mannanna verður sífellt minni og minni, eða allt þar til bardagar þeirra fara aðallega að verða barátta um að halda lífi.