Gleymdist lykilorðið ?

Brave: Hin Hugrakka

Brave, 2012

Frumsýnd: 10.8.2012
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Ævintýri, Teiknimynd
Lengd: 1h 45 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Nýjasta myndin frá Pixar (Toy Story, Finding Nemo) segir frá skosku hálandaprinsessunni Meridu sem þarf að leggja allt í sölurnar til að bjarga ríki föður síns frá glötun.

Merida prinsessa er ákveðin stúlka sem krefst þess að fá að fara sínar eigin leiðir, þvert á vilja foreldra sinna. Vegna þessa brýtur hún aldagamlan sið og verður um leið völd að álögum sem setja konungsríkið í mikla hættu og aðeins hún sjálf getur forðað ...

Brave er þrettánda myndin í fullri lengd sem Pixar framleiðir og sú fyrsta sem skartar kvenkynshetju í aðalhlutverki. Það tók hundruð manna sex ár að fullgera myndina og þar á meðal vann tugur manns í þrjú ár bara við að hanna forrit sem sér um að samræma hreyfingar hinna rauðgullnu krullulokka aðalpersónunnar.

Já, það er ekki í lítið lagt hér enda þykir útkoman algjörlega frábær, bæði sögulega og tæknilega. Myndin er bæði fyndin og spennandi og inniheldur hlýlegan boðskap um skyldur, hugrekki og vináttu.

PUNKTAR

• Á undan Brave er stuttmyndin La Luna sýnd, en hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stuttmynd ársins.

• Myndin verður sýnd bæði með enska talinu og íslenskri talsetningu en þar fara með aðalraddirnar þau Esther Talia Casey, Egill Ólafsson, Inga María Valdimarsdóttir, Pálmi Gestsson og Ragnheiður Steindórsdóttir í leikstjórn Júlíusar Agnarssonar.

• Höfundur sögunnar, Brenda Chapman, sagði að fyrirmyndin að Meridu prinsessu sé dóttir hennar og að samskipti drottningarinnar og Meridu hafi verið byggð á eigin reynslu.