Gleymdist lykilorðið ?

Olympus Has Fallen

Frumsýnd: 17.4.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Þriller
Lengd: 2h 00 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Hryðjuverkamenn sem búa yfir öflugum vopnum og enn meiri kunnáttu ráðast á Hvíta húsið með góðum árangri. Þeir fella flesta öryggisverði og ná forseta Bandaríkjanna á sitt vald. Fyrir glæpamönnunum fer hinn snjalli Kang og það verður fljótlega ljóst að árásin á forsetabústaðinn er bara fyrsti liðurinn í áformum hans. En Kang gerði ekki ráð fyrir einu. Hann veit ekki að einn af öryggisvörðunum, Mike Banning, er enn á lífi í húsinu og hefur ekki hugsað sér að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Myndinni er leikstýrt af sama manni og gerði m.a. hina marglofuðu Training Day. Skotheld spennumynd frá byrjun til enda.