Gleymdist lykilorðið ?

To The Wonder

Frumsýnd: 11.9.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Rómantík, kvikmyndadagar
Lengd: 1h 52 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

To the Wonder er nýjasta mynd leikstjórans og handritshöfundarins Terrence Malick sem gerði m.a Badlands, Days of Heaven, The Thin Red Line og nú síðast The Tree of Life. Í aðalhlutverkum eru þau Ben Affleck, Olga Kurylenko, Javier Bardem og Rachel McAdams og er óhætt að segja að þau sýni öll á sér nýjar hliðar í túlkun sinni á óvenjulegum persónum við óvenjulegar aðstæður.

Hér segir frá þeim Neil og Marinu sem hittast fyrst í París og verða yfir sig ástfangin hvort af öðru. Svo fer að Neil býður Marinu að koma með sér á heimaslóðir sínar Í Oklahoma þar sem sérkennileg vandræði byrja fljótlega að láta á sér kræla. Við kynnumst prestinum Quintana sem strögglar í trúnni og þegar vinkona Neils úr fortíðinni blandast inn í málin tekur atburðarásin óvenjulega stefnu sem spurning er hvort leiði til góðs eða ills ...

**** Empire

• To the Wonder var tilnefnd til Gullna ljónsins á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum.