Gleymdist lykilorðið ?

Rush

Frumsýnd: 11.10.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Hasar
Lengd: 2h 03 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

RUSH er nýjasta mynd Ron Howards um sögu ökuþóranna James Hunt og Niki Lauda.

Myndin hefiur fengið gríðarlega gott lof frá gagnrýnendum en það eru þau Chris Hemsworth. Daniel Brül og Olivia Wilde sem fara með aðalhlutverkin.

Sönn saga breska ökuþórsins James Hunt sem varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 1976 og atti þar m.a. kappi við ríkjandi heimsmeistara, Niki Lauda.

Það er Liam Hemsworth sem fer með hlutverk James Hunt í þessari mynd Rons Howard sem er þekktur fyrir verðlaunamyndir sínar í gegnum árin, t.d. Apollo 13, Cinderella Man, Beautiful Mind, Frost/Nixon, The Missing og margar fleiri. Í hlutverki Austurríkismannsins Niki Lauda er Daniel Brühl og það er Olivia Wilde sem leikur Suzy Miller, fyrstu eiginkonu Hunts.

Þeir Hunt og Lauda voru miklir vinir utan kappakstursbrautanna og bjuggu m.a. saman í London áður en þeir slógu báðir í gegn í Formúlunni. Lauda varð heimsmeistari árið 1975 og ók fyrir Ferrari en Hunt keppti fyrir McLaren.

En James Hunt var einnig þekktur fyrir mikla gleði og þótti stórtækur til kvenna. Hann var líka mikill húmoristi og frægur að endemum, eins og til dæmis fyrir að bjóða hundinum sínum, honum Oscari, með sér í kvöldverð á dýrum veitingastöðum og láta þjóna honum til borðs ...