Gleymdist lykilorðið ?

Out of the Furnace

Frumsýnd: 14.2.2014
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Spennumynd
Lengd: 1h 56 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Við kynnumst hér bræðrunum Russell og Rodney sem búa með dauðvona föður sínum og þrá báðir betra líf og bjartari framtíð. Eftir að Rodney er sendur til Íraks haga örlögin málum hins vegar þannig að Russell er dæmdur í fangelsi, meira fyrir einskæra óheppni en brotavilja. Nokkur ár líða og þegar þeir bræður hittast á ný er allt breytt, faðirinn dáinn, unnusta Russells í tygjum við annan mann og Rodney í sárum eftir Íraksstríðið, auk þess sem hann er lentur í vægast sagt vafasömum félagsskap þar sem hann tekur þátt í ólöglegum hnefaleikabardögum. Þegar Rodney hverfur einn daginn sporlaust og lögreglan segist ráðalaus í að upplýsa hvarf hans ákveður Russell að grípa til sinna ráða og í gang fer alveg ótrúleg atburðarás...