Gleymdist lykilorðið ?

Robocop

Frumsýnd: 14.2.2014
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Hasar, Vísindaskáldskapur
Lengd: 1h 48 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Árið er 2028 og fyrirtækið OmniCorp er í fararbroddi í framleiðslu vélmenna. Fyrirtækið hefur grætt háar upphæðir á notkun vélmenna sinna í hernaði erlendis, en nú beinir OmniCorp sjónum sínum að innlendum markaði. Þeir sjá kjörið tækifæri þegar lögreglumaðurinn Alex Murphy (Kinnaman) slasast lífshættulega við skyldustörf. OmniCorp notar Murphy til að búa til löggæsluvélmenni sem er maður að hálfu og vélmenni að hálfu. Fyrirtækið sér í hillingum að slík vélmenni verði notuð í öllum borgum Bandaríkjanna og skili mörgum milljörðum í hagnað fyrir hluthafa fyrirtækisins. En OmniCorp gerði ekki ráð fyrir því að það yrði ennþá maður í vélinni sem héldi áfram að leita réttlætis.