Gleymdist lykilorðið ?

Knock Knock

Frumsýnd: 11.9.2015
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Spenna, Hryllingur
Lengd: 1h 39 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Evan er vinsæll arkitekt sem lifir að því er virðist frábæru og fullkomnu lífi. Hann á glæsilega eiginkonu, börn sem gengur vel í öllu sem þau taka sér fyrir hendur, og draumaheimili sem hann hannaði sjálfur. Vegna meiðsla getur hann ekki farið með fjölskyldunni á ströndina um helgina eins og búið var að plana. Þess í stað ætlar hann að vinna að verkefni heima, en taka því annars rólega. Sú áætlun á þó eftir að riðlast hressilega þegar vinkonurnar Genesis og Bel banka upp á hjá honum og biðja um aðstoð. Því getur Evan ekki neitað og veit auðvitað ekki að þar með er hann kominn í lífshættu. Þessar tvær fallegu ungu konur daðra við Evan og tæla hann, og hann lætur undan, þó hann standist þær í fyrstu. Daginn eftir er heimili hans í rúst, og fljótlega neyðist hann til að taka þátt í sadistískum leikjum sem Bel og Genesis hafa undirbúið fyrir elskhuga sinn og fórnarlamb.