Gleymdist lykilorðið ?

Hótel Transylvanía 2

Frumsýnd: 25.9.2015
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Gaman, Teiknimynd, Fjölskyldumynd
Lengd: 1h 29 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Framhald myndarinnar Hótel Transylvanía, sem sló óvænt í gegn árið 2012. Að þessu sinni virðist allt vera á réttri leið á hótelinu, sem var fyrst einungis fyrir skrímsli en hefur nú verið opnað mönnum líka. En Drakúla hefur þungar áhyggjur! Afastrákurinn hans, Dennis sem er hálfur maður og hálfur vampíra, virðist ekki hafa nokkurn áhuga á vampírskum eiginleikum sínum. Drakúla og vinir hans reyna því að lokka fram skrímslið í honum og setja hann í skrímslaþjálfunarbúðir. Pabbi Drakúla, sem er mjög íhaldssamur, birtist þá skyndilega á hótelinu og verður vægast sagt ekki glaður að sjá að mönnum sé velkomið að gista þar - og hvað þá að Dennis virðist ætla að verða mennskur...