Gleymdist lykilorðið ?

Saving Private Ryan (1998)

Frumsýnd: 21.3.2024
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Drama, Stríðsmynd, Gullmolar
Lengd: 2h 49 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

Kvikmyndin vann 5 Óskarsverðlaun, en tilnefnd til 11. Besta kvikmyndataka, besta leikstjórn, bestu hljóðeffektar, besta klipping, besta hljóð.

Saving Private Ryan fjallar um John H. Miller höfuðsmann og hersveit hans í síðari heimsstyrjöldinni. Hún hefst með innrásinni í Normandí þar sem meirihluti hermanna í hersveit Miller særist eða fellur í valinn. Þremur dögum síðar fær Miller þau fyrirmæli að fara inn á óvinasvæði með átta manna hersveit og finna þar óbreyttan hermann, Ryan að nafni. Ástæðan er sú að þrír bræður Ryans höfðu fallið í bardaga og þótti Marshall hershöfðingja að móðir þeirra hafi nú fært nægar fórnir. Ólíkt innrásinni í Normandí er markmið þeirra ekki að drepa óvininn heldur að bjarga lífi eins manns, ekki hershöfðingja eða ættgöfugs manns heldur óbreytts hermanns. En hvaða vit var í því að fórna lífi átta manna til að bjarga einum manni?

Leikstjóri: Steven Spielberg
Leikarar: Tom Hanks, Matt Damon