Gleymdist lykilorðið ?

Dinner for Schmucks

Frumsýnd: 1.10.2010
Dreifingaraðili: -
Tegund: Gaman
Lengd: 1h 40 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára
|

Dinner for Schmucks segir frá Tim (Paul Rudd) sem er ungur maður á framabraut. Það eina sem stendur í vegi fyrir frama hans innan fyrirtækisins er árlegt matarboð sem yfirmaður hans stendur fyrir. Þetta matarboð er fyrir mjög sérstakt fólk svo ekki sé meira sagt. Sá stendur sig best sem kemur með mesta sérvitringinn með sér. Tim býður með sér Barry (Steve Carell) en hann sérhæfir sig í að klæða mýs í búninga og sviðsetja ýmis listaverk. Ógleymanleg mynd um tvo ólíka vini og alveg ótrúlegt matarboð.

Leikstjóri: Jay Roach
Leikarar: Steve Carell, Paul Rudd