Gleymdist lykilorðið ?

Crazy, Stupid, Love.

Frumsýnd: 2.9.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Rómantík
Lengd: 1h 40 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 7 ára
|

Cal Weaver (Steve Carell) er á fimmtugsaldri og er að upplifa draum sinn.

Hann er í góðri vinnu, er giftur æskuástinni, á fínt hús og myndarleg börn.

En þegar hann kemst að því að konan hans, Emily (Julianne Mooore), hafi haldið framhjá honum og vilji skilnað hrinur líf hans til grunna. Það sem verra er, Cal hefur ekki farið á stefnumót í háa herrans tíð og þykir frekar hallærislegur.

En kvöld eitt þegar Cal hangir einn á hverfispöbbnum kynnist hann Jacob Palmer (Ryan Gosling). Sá er glaumgosi á fertugsaldri og Cal gerist skjólstæðingur hans.

Jacobopnar augu Cals fyrir ýmsu, eins og daðrandi konum, karlmannlegum drykkjum og nýjum fatastíl. En þrátt fyrir yfirhalningu Cals og marga aðra sigra er eitt sem ekki er hægt að breyta, hjarta hans sem virðist beina honum á aftur á byrjunarreit.