Gleymdist lykilorðið ?

The Three Musketeers

Frumsýnd: 21.10.2011
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Hasar, Ævintýri, Rómantík
Lengd: 1h 30 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Hér segir af hinum unga D’Artagnan sem þráir ekkert heitar en að verða ein af skyttunum sem gæta konungsins og berjast á móti þeim öflum sem vilja steypa honum af stóli. Hann heldur því úr sveitinni í borgina þar sem hann hittir hina hugumprúðu Porthos, Aramis og Athos, en þeir eru öflugustu og bestu skyttur konungs. Skytturnar þrjár láta heillast af ákafa D’Artagnans og fimi og ákveða að taka hann undir sinn verndarvæng og kenna honum það sem vantar upp á hjá honum til að hann geti orðið skytta. Og tækifærið til að sanna sig lætur ekki á sér standa því óvinir konungs í austri og vestri hafa ákveðið að snúa bökum saman og ráðast á konungsveldi Frakka. Áður en varir hefst innrásin og er óhætt að segja að skytturnar þrjár auk hins unga D’Artagnans fái brátt nóg að gera því óvinirnir eru lúmskir og ráða auk þess yfir glænýrri tegund af loftskipum sem virðast í fyrstu vera ósigrandi ...