Pain and Gain
Lengd: 2h 09 min
Þrír líkamsræktarmenn flækja sig í mannrán og fjárkúgun sem fer svo illilega úrskeiðis að þeir mega teljast heppnir að sleppa lifandi.
Pain & Gain er bráðfyndin mynd sem hefur fengið toppdóma gagnrýnenda sem og almennra áhorfenda, en hún fór beint í fyrsta sæti bandaríska aðsóknarlistans þegar hún var frumsýnd og á örugglega eftir að gera það gott hér á landi líka.
Myndin er byggð á sannri sögu. Mark Wahlberg leikur hér líkamsræktarmanninn og fyrrverandi tugthúsliminn Daniel Lugo sem gengið hefur ágætlega upp á síðkastið en vill meira og er orðinn hundleiður á að bíða eftir að ameríski draumurinn rætist.
Daniel vinnur og æfir í líkamsræktarstöðinni Sun Gym ásamt besta vini sínum, Adrian. Á sama stað venur komur sínar forríkur en spilltur viðskiptamaður, Victor Kershaw, sem gæti einmitt látið draum Daniels rætast sé réttu aðferðunum beitt, en þær aðferðir felast í því að ræna Victori og kúga út úr honum fé. Með í mannránið fær Daniel síðan Adrian og fyrrverandi fangann Paul Doyle sem óhætt er að segja að stígi ekki í vitið þrátt fyrir vöðvaknippin...