Gleymdist lykilorðið ?

Roberto Devereux

Frumsýnd: 16.4.2016
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 3h 00 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Sondra Radvanovsky lýkur þeirri einstöku áskorun að flytja hlutverk allra þriggja Tudor-drottninga Donizettis á einu leikári. Hér er hún í hlutverki Elísabetar 1. drottningar, sem neyðist til að skrifa undir dauðadóm mannsins sem hún elskar, Roberts Devereux, en Matthew Polenzani fer með hlutverk hans. Elīna Garanča og Mariusz Kwiecien fara með hin lykilhlutverkin tvö og Maurizio Benini stýrir hljómsveitinni. Sir David McVicar leikstýrir, rétt eins og Anna Bolena og Maria Stuarda.