Gleymdist lykilorðið ?

The Gift

Frumsýnd: 19.8.2015
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Spenna
Lengd: 1h 48 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 16 ára
|

The Gift er spennutryllir um hjónin Simon og Robyn sem í upphafi myndarinnar flytja inn í nýtt hús í nýju hverfi. Ekki líður á löngu uns Simon rekst á fyrrverandi skólafélaga sinn í nágrenninu, Gordo, sem í kjölfarið byrjar að heimsækja hjónin ótt og títt og færa þeim dýrar gjafir í tíma og ótíma. En Gordo býr yfir stórhættulegu leyndarmáli og þegar Simon fær nóg af honum og biður hann að hætta að heimsækja þau hjón og færa þeim þessar gjafir kallar hann yfir sig skelfilega martröð sem getur ekki endað öðruvísi en illa.