Gleymdist lykilorðið ?

Straight Outta Compton (2015)

Frumsýnd: 26.4.2024
Dreifingaraðili: Myndform
Tegund: Drama, Gullmolar
Lengd: 2h 27 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

Straight Outta Compton fjallar um rappsveitina goðsagnakenndu N.W.A. en hún náði gífurlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar. Í sveitinni voru Ice Cube, Dr. Dre, Mc Ren, Eazy E, Arabian Prince og DJ Yella, sem allir voru úr Compton-hverfinu í suðurhluta Los Angeles-borgar. Myndin byggir á sögu grúppunnar og hvernig hún markaði djúpt spor í sögu rappsins, ekki síður í sögu dægurmálamenningar í Bandaríkjunum í ljósi þess að meðlimir sveitarinnar lentu í pólitískum deilum við lögregluyfirvöld.