Gleymdist lykilorðið ?

Roméo et Juliette (2017)

Frumsýnd: 21.1.2017
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Ópera
Lengd: 3h 30 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Þegar Diana Damrau og Vittorio Grigolo léku hvort á móti öðru í Manon fyrir Metropolitan 2015 var sagt í dómi New York Times: „hitastigið nálgast suðumark í hvert sinn sem Damrau og Grigolo deila sviðinu“. Nú eru þau mætt aftur sem elskendurnir frægu í glæsilegri óperu Gounods, sem byggir á epískri ástarsögu Shakespeares. Þessi nýja uppfærsla Bartletts Sher hefur hlotið einróma lof í Salzburg og La Scala fyrir 18. aldar sviðsetningu og gullfallega búningahönnun. Gianandrea Noseda leiðir hljómsveitina í gegnum stórfenglega tónlistina.