Gleymdist lykilorðið ?

Trading Places

Frumsýnd: 21.12.2023
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Jóladagatal Sambíóanna
Lengd: 1h 56 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 6 ára
|

Louis Winthorpe er athafnamaður sem vinnur fyrir verðbréfafyrirtækið Duke og Duke sem bræðurnir Mortimer og Randolph Duke reka. Þeir þræta gjarnan um hin ólíklegustu og ómerkilegustu mál, og það nýjasta er hvort að það sé umhverfið eða genin sem ákvarða um hversu vel mönnum gengur í lífinu. Þegar Louis rekst á bragðarefinn Billy Ray Valentine úti á götu, og heldur fyrir misskilning að hann sé að reyna að ræna sig, þá lætur hann handtaka hann. Þegar bræðurnir sjá hve ólíkir menn Louis og Billy eru, þá ákveða þeir að veðja um hvað myndi gerast ef Louis myndi missa vinnuna, heimili sitt og virðingu allra í kringum sig, og hvað myndi gerast í staðinn ef Billy fengi starf Louis. Þeir láta því handtaka Louis og láta hann líta illa út gagnvart kærustunni. Nú þarf hann að reiða sig á vændiskonu sem var ráðin til að eyðileggja mannorð hans.