Gleymdist lykilorðið ?

RED 2

Frumsýnd: 31.7.2013
Dreifingaraðili: SAMfilm
Tegund: Gaman, Hasar, Spenna, Sumarmyndir
Lengd: 1h 56 min
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
|

FJÖRIÐ BYRJAR Í ALVÖRU ÞEGAR FÓLK FER Á EFTIRLAUN!

Framhald hinnar stórskemmtilegu grín- og hasarmyndar RED, sem sló í gegn árið 2010 og hlaut m.a. tilnefningu til Golden Globe-verðlauna sem besta gamanmynd ársins.

RED 2 hefur verið sýnd á prufusýningum erlendis og er óhætt að segja að áhorfendur hafi verið ánægðir, segja hana enn skemmtilegri en fyrri myndina, með meiri hasar og meira gríni þannig að bjartsýni ríkir um að hún verði ekki síður vinsæl en sú fyrri. Stiklan er líka mjög skemmtileg ein og sér, og eru áhugasamir hvattir til að leita hana uppi.

Þau Mark Moses og Sarah Ross eru nú að gera sitt besta til að lifa venjulegu lífi eftir ævintýrin í fyrri myndinni. Þau plön fjúka út í veður og vind þegar Marvin Boggs skýtur upp kollinum og segir Mark að hann óttist að líf þeirra sé í stórhættu. Tengist sú hætta hópi valdagráðugs fólks sem hefur yfir kjarnorkusprengju að ráða.

Þótt þau Mark og Sarah séu í fyrstu vantrúuð kemur fljótlega í ljós að Marvin hefur eins og oftast áður rétt fyrir sér, enda eiga þau þrjú fljótlega fótum sínum fjör að launa. En í þessum leik er auðvitað bara eitt að gera og það er að ráðast rakleiðis inn í greni ljónanna með hörkuna og húmorinn að vopni.

Við sögu kemur hin eitilharða Victoria, ásamt vísindamanni sem gengur ekki á öllum, viðsjárverða svikakvendið Miranda Wood og hvorki meira né minna en langbesti leigumorðingi í heimi ...