Gleymdist lykilorðið ?

The Angry Birds Movie

Frumsýnd: 11.5.2016
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Tegund: Gaman, Hasar, Teiknimynd
Lengd: 1h 37 min
Aldurstakmark: Leyfð
|

Á ósnortinni eyju úti á hafi hafast við ófleygir fuglar. Fuglarnir eru hamingjusamir í paradís sinni og vita ekkert af umheiminum handan hafsins. Dagarnir eru áhyggjulausir og fuglarnir eyða þeim í að hugsa um eggin sín í rólegheitunum. Aðalsögupersónur myndarinnar, Rauður, Toggi og Bombi, eru furðufuglarnir í hópnum. Rauður hefur verið skikkaður til að sækja skapofsameðferð þar sem hann á til að rjúka upp í skapinu, Toggi er ofvirkur, hreyfir sig hratt og er með sífellda munnræpu en Bombi þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem veldur því að hann springur öðru hverju og verður því að búa í sprengjubyrgi. Lífið leikur við fuglana þar til dag einn, þegar undarlegir grænir grísir flytja á eyjuna. Grísirnir eru fyndnir og skemmtilegir og vingast fljótlega við fuglana. Fuglinn Rauður grunar þó grísina um gæsku og kemur það á hlut utangarðsfuglanna þriggja að komast að því hvað sé í vændum.