Gleymdist lykilorðið ?

Leita

11 Niðurstöður fundust
Ástríkur og Steinríkur: Miðríkið
Asterix and Obelix: The Middle Kingdom
Einkadóttir kínverska keisarans Han Xuandi flýr frá illum prinsi og leitar skjóls í Gallíu, hjá hinum hugrökkum hermönnum Ástríki og Steinríki.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 3.3.2023, Lengd: 1h 52 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Guillaume Canet
Alan Litli
Lille Allan
Þegar foreldrar Alan skilja neyðist hann til að flytja í glænýjan bæ með föður sínum. Þar kynnist hann Helga sem er mikill áhugamaður um fljúgandi furðuhluti. Ekki líður að löngu að geimveran Margrét nauðlendir á leikvellinum hjá Alan og með þeim myndast mikil vinátta. Alan er staðráðin í að hjálpa Margréti að komast aftur til síns heima.
Dreifingaraðili: Max Dreifing
Frumsýnd: 3.10.2022, Lengd: 1h 25 min
Tegund: Ævintýri, Teiknimynd, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Amalie Næsby Fick
Klandri
Trouble
Hundurinn Klandri býr við lúxus og dekur allt þar til eigandi hans deyr. Nú þarf hann að fara út í lífið og þar er ekki tekið á honum með neinum silkihönskum. Hann hittir stelpu með stóra drauma, en enga peninga til að láta þá verða að veruleika. Lífið er framundan en ekki án erfiðleika.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 25.2.2022, Lengd: 1h 27 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Kevin Johnson
Elli Litla Hreindýrið
Elliot the Littlest Reindeer
Þegar eitt af hreindýrum Jólasveinsins tilkynnir að hann ætli að setjast í helgan stein þann 21. desember, þá hefur smáhestur þrjá daga til að láta draum sinn um að draga sleða Jólasveinsins rætast.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 4.12.2020, Lengd: 1h 29 min
Tegund: Teiknimynd, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Jennifer Westcott
Amma Hófí
Eldri borgararnir Hófí og Pétur eru olnbogabörn í kerfi sem hefur lítið gagn af þeim lengur. Þau eru orðin leið á aðbúnaðinum á elliheimilinu og ræna banka til að hafa efni á að kaupa sér litla íbúð. Ýmis ljón eru í vegi þeirra og Hófí og Pétri lendir saman við harðasta handrukkara bæjarins og skósveina hans.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 6.7.2020, Lengd: 1h 35 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Leyfð
Heimskautahundar
Arctic Dogs
Sprettur er heimskautarefur sem vinnur á pósthúsi á Norðurpólnum og dreymir um að verða sjálfur sendill en það er starf sem aðeins sterkustu husky-hundarnir eru taldir hæfir til að gegna.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 24.1.2020, Lengd: 1h 32 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Aaron Woodley
Jón Hnappur og Lúkas Eimreiðarstjóri
Munaðarlaus drengur leitar upprunans. Ungri prinsessu er haldið fanginni í hinni stórhættulegu Dragon borg. Jim og vinur hans Luke uppgötva dularfull lönd á ævintýralegu ferðalagi sínu. Myndin er sýnd með íslensku tali
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 15.3.2019, Lengd: 1h 50 min
Tegund: Ævintýri, Fantasía, Fjölskyldumynd
Aldurstakmark: Leyfð
Össi
Ozzy
Össi er mjög heppinn hundur. Hann býr hjá góðri fjölskyldu sem elskar hann afskaplega mikið og lifið er gott. En einn góðan veðurdag fer fjölskyldan í ferðalag og skilur Össa eftir í pössun. Einskær óheppni leiðir til þess að Össi lendir í hundafangelsi og þaðan verður hann að sleppa með aðstoð nýrra vina.
Dreifingaraðili: Myndform
Frumsýnd: 5.9.2018, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Gaman, Ævintýri, Teiknimynd
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Alberto Rodriguez
Ófeigur Gengur Aftur
Ófeigur gengur aftur
Ófeigur, nýlátinn faðir Önnu Sólar, gengur aftur og fer að hlutast til um líf hennar og kærasta hennar, Inga Brjáns. Þau ætla að selja hús hins látna, en Ófeigur vill ekki að þau flytji. Afskiptasemi afturgöngunnar er slík að Ingi Brjánn ákveður að reyna að kveða drauginn niður með aðferðum sem hann finnur í gamalli galdrabók.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 29.3.2013, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Gaman
Aldurstakmark: Leyfð
Leikstjóri:
Ágúst Guðmundsson
Hrafnar sóleyjar og myrra
Laddi, Edda Björgvins, Hannes Óli og Victoría Ferrel sýna stórleik í mynd um 13 ára stúlku sem er heltekin af sorg eftir að hafa misst pabba sinn og bróður í bílslysi og flækist inn í dularfulla atburðarás þar sem hún þarf að gerast leikari, spæjari og bardagahetja, til að sameina fjölskyldu og nýja vini gegn illum öflum.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 30.9.2011, Lengd: 1h 30 min
Tegund: Drama
Aldurstakmark: Leyfð
Rokland
Rokland er hárbeitt svört kómedía um bloggarann og hugsjónamanninn Böðvar Steingrímsson sem býr á Sauðárkróki. Á bloggsíðu sinni predikar Böddi (Ólafur Darri Ólafsson) sínar háleitu, hugsjónir við lítinn fögnuð Sauðkræklinga. Á Króknum verður engu breytt! Böddi heldur því af stað til Reykjavíkur með byssu í vasanum og hugsjónir fyrir lýðinn.
Dreifingaraðili: SAMfilm
Frumsýnd: 14.1.2011, Lengd: 1h 50 min
Tegund: Gaman, Drama
Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára
Leikstjóri:
Marteinn Þórsson